Stefnur í starfsemi
Björgun leggur mikla áherslu á öryggismál og heilsuvernd í starfseminni ásamt því að sinna öflugu gæða- og framleiðslueftirliti. Fyrirtækið hefur hlotið leyfi til að nota CE merki á völdum vöruflokkum í framleiðslulínu sinni á steinefnum sem notuð eru til steypu- og malbikagerðar.

Gæðamál og eftirlit
Gæðastefna
Til að viðhalda góðri stöðu í gæðamálum hefur Björgun sett sér eftirfarandi gæðastefnu:
Að þjónusta fyrirtækisins uppfylli væntingar viðskiptavina og að fyrirtækið skili ávallt gæðum í samræmi við viðeigandi gæðastaðla.
Að viðhalda góðri stöðu á sínu sviði gæðamála.
Að sinna kerfisbundnu eftirliti með gæðum tengt efnisvinnslu og CE vottun
Að allt starfsfólk fyrirtækisins þekki og skilji gæðastefnuna og hafi hana að leiðarljósi í störfum sínum.
Að fylgja og hlíta opinberum kröfum sem gerðar eru til starfsemi fyrirtækisins hverju sinni.
Mannauðsstefna
Mannauðsstefnan endurspeglar vilja fyrirtækisins til að vera eftirsóttur vinnustaður sem byggir á sterkri sögu. Stefnunni er ætlað að tryggja starfsmönnum sem bestu starfsskilyrði og möguleika til að vaxa og dafna. Mikil áhersla er lögð á faglega vinnu þar sem ferlar, árangur og stöðugar úrbætur eru hafðar að leiðarljósi. Við tilheyrum liðsheild þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis.
Mönnun og fræðsla
Hæft starfsfólk, sterk og fjölbreytt liðsheild
Samskipti og gleði
Virðing, virkt upplýsingaflæði og góður andi
Heilsa og öryggi
Vellíðan í starfi og jafnvægi milli vinnu og einkalífs
Kaup og kjör
Jafnrétti, jöfn tækifæri og samkeppnishæf laun


Vinnuöryggi og heilsuvernd
Stefna í öryggismálum og heilsuvernd
Björgun vill stuðla að góðu vinnuöryggi og heilsuvernd starfsfólks. Fyrirtækið hefur sett sér eftirfarandi stefnu:
Að fylgja lögum og reglugerðum varðandi öryggi og heilsuvernd starfsfólks.
Að stuðla að aukinni öryggisvitund starfsfólks og vekja athygli á að afstaða starfsfólks til áhættu og ábyrgðartilfinningar getur skipt sköpum fyrir öruggt vinnuumhverfi.
Að tryggja samráð og virka þátttöku allra starfsmanna í málefnum H&ÖV (stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað).
Að gera það sem mögulegt er til að verjast slysum og forðast það sem heilsuspillandi getur talist.
Að vinna að stöðugum umbótum á sviði öryggismála meðal annars í tengslum við reglulegt áhættumat og athugasemda sem berast í framhaldi af því.
Meðhöndlun persónugreinanlegra gagna
Persónuverndarstefna
Björgun er umhugað um öryggi persónugreinanlegra upplýsinga viðskiptavina og starfsfólks. Allar meðhöndlaðar með lögmætum hætti og í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf á Íslandi á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.


Vinnuöryggi og heilsuvernd
Sjálfbærnistefna
Sjálfbærnistefna okkar er lýsandi fyrir áherslurnar í samfélagslegri ábyrgð og tekur stefnan mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í tengslum við umhverfisleg-, félagsleg- og stjórnháttaviðmið.
Fimm heimsmarkmið hafa verið sett í forgang sem eru í takt við stefnumörkun fyrirtækisins, en það eru heimsmarkmiðin: Jafnrétti kynjanna, Nýsköpun og uppbygging, Sjálfbærar borgir og samfélög, Ábyrg neysla og framleiðsla og Aðgerðir í loftslagsmálum.