
Hafnardýpkanir og landfyllingar
Útgerð og verktaka
Björgun hefur áratuga reynslu af verkefnum á sviði hafnardýpkana og uppdælingu hráefna úr sjó. Meðal stórra viðskiptavina má nefna Faxaflóahafnir, Vestmannaeyjabær, Ísafjarðarbær, Kalkþörungaverksmiðjuna og hafnarsamlög víða um land. Björgun hefur einnig komið að margvíslegum uppbyggingarverkefnum á sviði landfyllinga þar sem nýtt landsvæði hefur verið mótað undir byggð.
Skip Björgunar, Álfsnes og Sóley, eru sérhæfð til þess að geta dælt hráefnum um borð með öflugum dælubúnaði og losað á land.
Öflugasta sanddæluskip flotans
Álfsnes
Björgun tók í notkun nýtt sanddæluskip til notkunar árið 2022. Skipið hlaut nafnið Álfsnes sem vísar til heimahafnar þess við Álfsnesvík. Um er að ræða öflugt og fjölhæft sanddæluskip sem nýtist í margvíslegum hafnar- og dýpkunartengdum verkefnum.
Skipið ber allt að 1.300 m3 af efni og getur dælt upp efni af allt að 41 m dýpi.
Meðal verkefna skipsins er viðhaldsdýpkun við Landeyjahöfn þar sem gert er ráð fyrir að dýpka þurfi höfnina um 600-900 þúsund rúmmetra á tímabilinu 2022-2025.


Reynslumikið og fjölhæft sanddæliskip
Sóley
Sóley hefur verið gert út af Björgun frá árinu 1988. Sóley er notuð til að afla hráefna af hafsbotni til efnisvinnslu í landi, til dýpkunar og landgerðar.
Skipið ber allt að 1,450 m³ af efni og getur dælt upp efni af allt að 40 m dýpi.
Dæluskip við efnisflutning
Margvíslegur ávinningur
Það er margvíslegur ávinningur sem hlýst af því að nota dæluskip við flutning og öflun hráefna úr sjó. Þar má nefna flutningshagræði, minni losun gróðurhúsalofttegunda og minna slit á vega- og gatnakerfi landsins.
Hringrásarhugsun og ábyrg nýting á efnum náttúrunnar er Björgun hugleikið og leggur áherslu á að efnisvinnslan sé sem næst helstu viðskiptavinum sínum, hvort sem er á láði eða legi.
