Beint í efni

Rannsóknir

Prófanir, rannsóknir og mælingar

Björgun hefur um áratugaskeið tekið þátt í ýmsum rannsóknarverkefnum, jafnt innlendum sem erlendum. Þetta eru rannsóknir sem hafa verið leiðandi á alþjóðavísu, þar sem áherslur hafa m.a. verið lagðar á að geta framleitt endingargóða steinsteypu, bæði m.t.t. frostþols og alkalívirkni.

Prófsýni hafa bæði verið rannsökuð á rannsóknarstofu, en eins eru steypusýni geymd úti á veðrunarstöð, þar sem elstu sýnin eru nú meira en 12 ára. Þessar rannsóknir hafa m.a. leitt til betri nýtingar steinefna, þar sem rétt gæði eru notuð við rétta notkun.

2009 | Alkalívirkni og frostþol

Möl frá Þerney, Lundey og Saltvík

Rannsóknarverkefni þar sem gerðar voru mælingar á alkalívirkni og frostþoli malar o.fl. eiginleikum á sýnum frá Þerney, Lundey og Saltvík.

Kornrúmþyngd og mettivatn, frostþíðupróf á möl, berggreining og alkalívirkni skv. ASTM C1260.

Skýrsla unnin af Mannvit.

2008 | Alkalívirkni

Kollafjarðarmöl

Gerðar voru prófanir á akalívirkni Kollafjarðarmalar og Hvalfjarðarperlu með RILEM steypustrendingaprófunum. Jafnframt voru í þessu verkefni steypt fyrstu sýnin í veðrunarstöð.

Skýrsla unnin af Mannvit.

2008 | Alkalívirkni og frostþol

Hvalfjarðarperla

Skýrsla um niðurstöður rannsókna á alkalívirkni og frostþoli Hvalfjarðarperlu þegar notað er lágalkalísement.

Skýrsla unnin af Mannvit.

2005 | Eiginleikar vélunnins sands

Vistvæn steinefnisframleiðsla

Skýrsla um samantekt á rannsóknum þar sem annars vegar er fjallað um helstu eiginleika vélunnins sands, vinnsluferli og framleiðslu hans á Íslandi, auk megin greiningaraðferða fyrir eiginleika hans. Hins vegar er fjallað um áhrif vélunnins sands á vinnslueiginleika steinsteypu.

2001 | Úttekt á tækjabúnaði

Þerney, Lundey og Saltvík

Gerð var úttekt á tækjabúnaði o.fl. sem tengist framleiðslu og nýtingu sands og malar sem er framleitt úr klöpp.

2000 | Námur | Efnisgæði og umhverfi

Þróun gæðaeftirlitskerfa fyrir íslenskan steinefnaiðnað

Skýrsla helstu atriði gæðastjórnunar og framleiðslueftirlits vegna steinefnaframleiðslu og þær kröfur sem eru gerðar skv. Evrópustöðlum.