
Nýtingarleyfi byggð á umhverfismati
Mat á umhverfisáhrifum
Björgun hefur lagt sitt af mörkum með þátttöku í rannsóknar- og þróunarverkefnum og í tengslum við umhverfisáhrif er hlýst af námuvinnslu.
Athafnasvæðið við Álfsnesvík var háð mati á umhverfisáhrifum í tengslum við landfyllingu og höfn á svæðinu.
Björgun, í samstarfi við Mannvit og Jarðfræðistofu Kjartans Thors, hefur látið framkvæma umhverfismat fyrir námusvæði sem staðsett eru á svæðum við Faxaflóa, Kollafjörð og í Hvalfirði. Sú vinna, undirbúningur og umhverfismatsferli fór að mestu fram á árunum 2006-2008 og varð grundvöllur að nýtingarleyfum Björgunar á námunum. Leyfisveitandi er Orkustofnun.