Beint í efni

Hringrásarhagkerfi

Jarðefnagarður í Álfsnesi

Mikilvægt skref var stigið í eflingu hringrásarhagkerfis fyrir íslenskan byggingarmarkað með undirritun viljayfirlýsingar Hornsteins, móðurfélags Björgunar, með Sorpu um uppbyggingu jarðefnagarðs á nýju athafnasvæði Björgunar í Álfsnesvík.

Talið er að á hverju ári falli til um 600 þúsund tonn af jarðefnum og óvirkum byggingarúrgangi á Íslandi. Til þessa hefur hann aðallega verið endurnýttur í landmótun á gömlum námum en aðeins lítill hluti hefur verið endurnýttur aftur til mannvirkjagerðar.

Jarðefnagarðurinn verður endurvinnslustöð þar sem tekið verður á móti jarðefnum og óvirkum úrgangi frá byggingariðnaði og þau endurunninn í ný steinefni til mannvirkjagerðar. Aukin endurvinnsla dregur úr ágangi á núverandi námur og styttir flutningsleiðir með steinefni sem minnkar losun gróðurhúsalofttegunda. Með tilkomu nýs jarðefnagarðs vill Björgun stuðla að aukinni endurvinnslu og sjálfbærri nýtingu auðlindarinnar sem jarðefni eru.