Beint í efni

19.08.2022

Viljayfirlýsing um jarðefnagarð

Björgun og Sorpa skrifa undir viljayfirlýsingu.
Björgun og Sorpa skrifa undir viljayfirlýsingu.

Mikilvægt skref hefur verið stigið í eflingu hringrásarhagkerfis varðandi uppbyggingu jarðefnagarðs á nýju athafnasvæði Björgunar í Álfsnesvík.

Þor­steinn Víg­lunds­son, fram­kvæmda­stjóri Horn­steins ehf. og Jón Viggó Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri SORPU bs., undirrituðu vilja­yf­ir­lýs­ingu um sam­starf um upp­bygg­ingu á jarðefnag­arði á at­hafna­svæði Björg­un­ar ehf. í Álfs­nes­vík í Álfs­nesi. Þar verður mót­taka á jarðvegi, steinefn­um og óvirk­um úr­gangi frá bygg­ing­ariðnaði. Með þessu verður mögu­legt að hafa til taks flokkaðan jarðveg til end­ur­nýt­ing­ar í bygg­ing­ar­starf­semi, gatna­gerð og aðra land­fyll­ingu.

„Til þessa hefur mjög lítið af byggingarúrgangi verið endurnýtt og með því að efla endurvinnsluna getum við dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, aukið nýtingu náttúruauðlinda í byggingariðnaði og dregið þar með úr sóun. Mikilvægi hringrásarlausna hafa aldrei verið mikilvægari en nú og mun starfsemin á nýju athafnasvæði Björgunar taka mið af þeim áherslum. Við erum því afar ánægð með að stíga þetta skref með Sorpu til að stuðla að uppbyggingu endurvinnsluiðnaðar.“ segir Þorsteinn af þessu tilefni. En meira en 530 þúsund tonn falla til ár­lega af bygg­ingar­úr­gangi á Íslandi og hef­ur lítið af því efni verið end­ur­nýtt. Með þessu yrði stórt skref stigið í end­ur­nýt­ingu þess­ara efna og inn­leiðingu hringrás­ar­hag­kerf­is á Íslandi.

Fram kem­ur að 1. janú­ar næst­kom­andi taka gildi nýj­ar regl­ur um sér­staka söfn­un bygg­ingar­úr­gangs. Meðal ann­ars verður skylt að flokka rekstr­ar­úr­gang og bygg­ing­ar- og niðurrifsúr­gang sér­stak­lega og ber sveit­ar­fé­lög­um að tryggja aðstöðu til að taka við þess­um úr­gangi flokkuðum.

Dagsetning
19.08.2022
Deila