10.05.2023
Veðrunarstöð á Hólmsheiði
Veðrunarstöð starfrækt á Hólmsheiði
Veðrunarstöðin á Hólmsheiði er samstarfsverkefni Hornsteins og Mannvits. Veðrunarstöðin er útisvæði þar sem búið er að koma fyrir steypukubbum til að fylgjast með langtímaáhrifum íslensks veðurfars á steinsteypu. Umfangsmestu mælingarnar eru á alkalíþenslu en aðaleinkenni hennar er sprungumyndun í sýnunum. BM Vallá, Björgun og Norcem styrktu framkvæmd útisvæðisins fyrir veðrunarstöðina með fjár- og efnisframlagi.
Á veðrunarstöðinni er að finna steypukubba gerða úr ýmsum íslenskum steinefnum, sementsgerðum og íaukum. Veðrunarstöðin er hluti af alþjóðlegu samstarfi og er þar einnig að finna kubba með steinefnum frá Bandaríkjunum, Kanada, Noregi og Tyrklandi. Veðrunarstöðin hefur varpað mikilvægu ljósi á frammistöðu ýmissa steypublandna með mismunandi gerðir steinefna, sements og íauka.
Veðrunarstöðin er opin öllum sem vilja kanna áhrif veðurfars á sína vöru. Hægt er að hafa samband við rannsóknarstofu Hornsteins eða rannsóknarstofu Mannvit.

