Beint í efni

10.08.2023

Sandsýni sótt við Landeyjarhöfn

Sandsýni sótt við Landeyjarhöfn

Í vikunni fór áhöfn og starfsfólk Björgunar í leiðangur austur við Landeyjarhöfn með sanddæliskipinu Sóley. Tilgangur ferðarinnar var að sækja sandsýni úr sjávarbotni til að rannsaka jarðfræðilega eiginleika efnanna í tengslum við notkunarmöguleika þeirra sem íblendiefni í sement. Sandurinn sem berst í Landeyjarhöfn kemur úr Markarfljóti og benda frumrannsóknir til þess að glerkennd gosefni sé þar að finna. Glerkennd gosefni er berg sem verður til við snöggkólnun gosefnis (líkt og gerðis í Eyjafjallajökulsgosinu) og benda rannsóknir til þess að náttúruleg possólana-efni megi nota sem íauka í sement og koma þannig í staðinn fyrir flugösku í sement.

„Niðurstöður rannsókna á fínmöluðu glerkenndu gosefni lofa góðu og ef allt gengur upp samkvæmt áætlunum getur það orðið mikilvæg útflutningsvara frá Íslandi sem myndi lækka kolefnisspor sementsins umtalsvert og stuðla að meiri sjálfbærni í byggingariðnaðnum.“ Segir Børge Johannes Wigum, jarðfræðingur og verkefnastjóri hjá Hornsteini, móðurfélagi Björgunar.

Sandsýni sótt í Landeyjarhöfn. Björgun. Álfsnes
Børge Johannes Wigum við sandsýnin 63.

Ferðin fór fram í blíðskaparveðri og voru sótt 63 sýni af botninum sem náðu allt niður á sex metra niður í sandinn. Áhöfn Sóleyjar er vel kunnug svæðinu enda sinnir Björgun dýpkunarverkefnum í tengslum við Landeyjarhöfn.

Starfsfólk kunni vel að meta allar þessar sandfötur.
Sandsýni sótt við Landeyjarhöfn.
Sandsýnin komin á rannsóknarstofu BM Vallár að Miðhrauni þar sem sýnin verða skoðuð nánar.
Sandsýni sótt úr Landeyjarhöfn. Björgun. Álfsnes.
Alls voru 63 sandsýni sótt úr Landeyjarhöfn. Björgun.
Dagsetning
10.08.2023
Deila