27.08.2022
Framkvæmdir miða vel áfram

Það er rífandi gangur í framkvæmdum við nýtt athafnasvæði Björgunar í Álfsnesi þar sem ný efnisvinnsla var gangsett á dögunum en ráðgert er að efni úr sjó verði dælt í land, mokað á tæki og sent svo á færibönd til fullvinnslu og hreinsunar. Við nýja höfn á svæðinu hefur verið útbúinn hundrað metra langur viðlegukantur en þangað koma að landi skip sem sækja möl og sand í neðansjávarnámur í Hvalfirði og á Faxaflóa. Á svæðinu hefur m.a. verið rekið niður stálþil og myndaður 100 metra langur viðlegukantur sem sanddæluskip geta lagst að.
Fara þurfti í umfangsmikla jarðvinnu og landmótun á Álfsnesi til að útbúa athafnasvæðið þar. Í því skyni voru sprengdar niður klappir og losað um grjót, sem aftur nýttist til hafnargerðar.