Beint í efni

28.09.2022

Álfsnes í Landeyjarhöfn

Nýtt sandæluskip Björgunar, Álfsnes, kom í fyrsta sinn í Landeyjahöfn í vikunni og er að hefja störf við dýpkun í og við höfnina. Álfsnes er bæði öflugra skip og fjölhæfara heldur en forveri þess og erum við sannfærð um að það komi til með að reynast vel í komandi verkefnum hérlendis.

Dýpkunin sem nú fer fram við Landeyjahöfn er hluti af samningi við Vegagerðina um viðhaldsdýpkun hafnarinnar, þar sem gert er ráð fyrir að dýpka þurfi höfnina um 600-900 þúsund rúmmetra á tímabilinu 2022-2025.

Dagsetning
28.09.2022
Deila