Beint í efni

Efnisvinnsla í Álfsnesvík

Jarðefni úr sjó

Við Álfsnesvík landa dæluskip Björgunar jarðefnum úr sjó frá námum á hafsbotni Kollafjarðar, Hvalfjarðar og Faxaflóa þar sem fram fer frekari úrvinnsla á þeim.

Við löndun leggjast skipin að við bryggjukant, tengja rör við land og dæla með eigin vélarafli farminum, um 1200 m3 í hráefnislón. Þegar hráefnið hefur drenað sig er það sett í frekari efnisvinnslu. Efnið er leitt í þvottahörpu þar sem það er þvegið og flokkað í stærðarflokka í vörutegundir þar sem sandur og möl til steypuframleiðslu eru umfangsmest.

Efnisvinnsla í Lambafelli

Jarðefni frá landi

Björgun hefur starfrækt námu í Lambafelli í Þrengslum síðan árið 2008. Þar er jarðefni losað með jarðýtum úr námunni þar sem það fer til frekari efnisvinnslu eða það afgreitt óunnið til viðskiptavina.

Við efnisvinnslu er efnið ýmist harpað og/eða brotið í stærðarflokka í vörutegundir til ýmissa mannvirkjagerðar, til vegagerðar, í malbik og steinsteypu.