
Gæðamál
CE merkt steinefni
Framleiðsla Björgunar á steinefnum til steinsteypu- og malbiksgerðar er CE merkt og uppfyllir skilyrði um endursölu á steinefnum samkvæmt kröfum Evrópusambandsins. Framleiðsluferlið er vottað af óháðum vottunaraðila, BSI á Íslandi sem kemur árlega og framkvæmir ítarlegar úttektir á framleiðslueftirlitskerfi Björgunar.
Björgun starfrækir gæðastjórnunarkerfi á grundvelli gæðastaðalsins ISO 9001:2015 og hefur kerfisbundið eftirlit með framleiðslunni. Björgun ábyrgist að varan sé í samræmi við yfirlýsta eiginleika og tekur sýni til prófana sem fara fram á rannsóknarstofum fyrirtækisins og hjá þriðja aðila.
Með CE merkingu staðfestir Björgun að framleiðslan hafi farið í gegnum samræmismatsferli og að varan uppfylli skilyrði sem skilgreind eru í reglugerðum og stöðlum.