
Álfsnesvík
Nýtt athafnasvæði
Í Álfsnesvík rís nýtt athafnasvæði Björgunar og er sérstök áhersla lögð á hringrásarhugsun og sjálfbærni í starfseminni.
Meginhluti starfseminnar fer fram í Álfsnesvík, þar með talið efnis- og steinefnavinnsla fyrir mannvirkjagerð. Björgun aflar hráefna til framleiðslu á sandi og möl til mannvirkjagerðar úr námum á hafsbotni Kollafjarðar, Hvalfjarðar og Faxaflóa. Þaðan er efnið flutt til lands í Álfsnesvík til frekari vinnslu, þar sem það er þvegið og flokkað eða brotið áður en það er tilbúið til afhendingar og sölu.
Fyrirhugað er að á svæðinu rísi jarðefnagarður sem verður móttöku- og endurvinnslustöð fyrir jarðefni og óvirkan úrgang frá byggingariðnaði.
Öflug og háþróuð vinnslusamstæða
Vinnslusamstæða
Ný vinnslusamstæða Björgunar er háþróuð, afkastamikil og sérhönnuð fyrir efnisvinnslu á sjávarefni og getur afkastað allt að 400 tonnum á klukkustund.
Í meginatriðum er flæðirit samstæðunnar svo hljóðandi að fyrst er hráefnum mokað í matara. Matararnir skammta efninu á færiband í ákveðnum hlutföllum sem leiðir það í þvottahörpu. Þvottaharpan þvær salt og fínefni af efninu og flokkar það í framleiðslustærðirnar. Sandurinn er leiddur í sandþvottastöð sem stillir fínefnahluta efnisins, getur tvískipt honum í fínsand og grófan sand og aukið þvott ef þörf er á.
Fínefnið og vatnið frá sandþvottastöðinni er dælt upp í vatnstank þar sem bætt er við felliefni og fínefnin botnfalla. Vatnstankurinn hefur yfirflæði í ferskvatnstank þar sem á sér stað blöndun á ferskvatni og skolvatni sem er endurnýtt aftur út í hringrásina sem dregur verulega úr vatnsnotkun.
