Beint í efni

Traustur samstarfsaðili í mannvirkjagerð

Björgun framleiðir steinefni fyrir mannvirkjagerð, sér um dýpkunarframkvæmdir og dælingu malarefna úr sjó með sérútbúnum dæluskipum. Þá starfrækir Björgun námuvinnslu steinefna úr landi og sjó og sinnir efnissölu til mannvirkjagerðar.

hero-image

Sandur og möl fyrir mannvirkjagerð

CE vottun og umhverfisyfirlýsing

Björgun aflar hráefna úr námum í sjó og á landi og sinnir efnisvinnslu í kjölfarið. Mikil áhersla er lögð á gæðamál og eru efnin rannsökuð og sýni tekin reglulega til að tryggja gæðaviðmið efnanna.

Steinefni frá Björgun sem eru notuð til steinsteypu- og malbiksgerðar eru CE merkt og uppfylla skilyrði um endursölu á steinefnum skv. kröfum Evrópusambandsins.

Einnig hafa steinefni Björgunar fengið vottaða umhverfisyfirlýsingu.

Dæling á sjávarefnum

Hafnardýpkanir og dæling

Björgun hefur mikla reynslu og þekkingu á hafnardýpkunum og dælingu á sjávarefnum. Nýverið var tekið í gagnið nýtt sanddæliskip, Álfsnes, sem er bæði öflugra og fjölhæfara skip heldur en forveri þess.

Jarðefnagarður rís í Álfsnesvík

Jarðefnagarður rís í Álfsnesvík

Hringrásarhugsun er leiðarljósið í starfsemi nýs jarðefnagarðs sem stefnt er að rísi í Álfsnesvík. Sorpa hefur skrifað undir viljayfirlýsing um samstarf í tengslum við uppbyggingu á jarðefnagarðinum enda ríkur vilji fyrirtækjanna að efla endurvinnslu, auka nýtingu náttúruauðlinda og draga úr sóun.