Landaþróun

Á síðari árum hefur Björgun staðið að umfangsmiklum landaþróunarverkefnum eins og áður er nefnt. Félagið hefur unnið að þessum verkefnum, ýmist eitt og sér eða í samvinnu við aðra. Má með sanni segja að Björgun sé frumkvöðull í uppbyggingu strand- og bryggjuhverfa hér á landi. Bryggjuhverfið í Grafavogi er fyrsta verkefni Björgunar á þessu sviði, en einnig stóð fyrirtækið, í samvinnu við Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf, að uppbyggingu Sjálandshverfisins í Garðabæ. Félagið vinnur nú að uppbyggingu strandhverfis á norðanverðu Kársnesi í Kópavogi, einnig í samvinnu við Bygg. Björgun hefur unnið skipulagsvinnu og hönnun hverfanna, landgerð, jarðvinnu og gatnagerð ásamt frágangi yfirborðs, en lóðir hafa síðan verið seldar byggingarverktökum. Hverfin eiga það öll sammerkt að byggja á nánum tengslum við hafið. Í öllum hverfunum hefur verið byggð hafnaraðstaða fyrir smábáta og er mikið lagt upp úr að nýta sem best nálægðina við hafið til tómstunda og afþreyingar.