563 5600

Opnunartímar

Mán - föstud  7:30 - 16:00
Lokað á laugardögum

Verktaka

Björgun hefur um árabil stundað ýmiss konar verktöku, svo sem hafnardýpkanir, uppdælingu á efni til landfyllinga fyrir ýmsa aðila og uppdælingu á efni til frekari framleiðslu á vegum annarra. Þá hefur Björgun dælt upp efni til fyllingarverkefna tengdum landaþróun fyrirtækisins sem það hefur ýmist unnið eitt og sér að eða í samvinnu við aðra. Meðal stórra viðskiptavina fyrirtækisins má nefna Faxaflóahafnir, hafnarsamlög víða um land og verktaka. Björgun útvegar einnig hráefni til framleiðslu Sementsverksmiðjunnar, en staðsetning hennar á Akranesi var einmitt valin vegna gífurlegs magns kalkríkra setlaga við Syðra-Hraun á Faxaflóa. Björgun á reyndar þriðjungshlut  í Sementsverksmiðjunni. Þá var Björgun virkur þáttakandi í uppbyggingu Kalkþörungaverksmiðjunnar þótt fyrirtækið hafi nú selt hlut sinn í henni. Félagið útvegar Kalkþörungafélaginu efni til framleiðslu sinnar með uppdælingu efnis úr botni Arnarfjarðar.