Umhverfið

Námuvinnsla verður aldrei unnin án áhrifa á umhverfið, og því mjög mikilvægt að fyrirtæki í greininni þekki hvaða áhrif vinnslan hefur á umhverfið . Það er yfirlýst stefna Björgunar að stunda starfsemi sína í eins mikilli sátt við umhverfið og hægt er og að nýta námur fyrirtækisins af ábyrgð og umhyggju fyrir þeim verðmætum sem í þeim liggja.

Félagið leggur áherslu á að þekkja áhrif starfseminnar á umhverfið sem það starfar í og leitast við að lágmarka öll hugsanleg spjöll. Markvisst er unnið að því að ná betri árangri á þessu sviði og sífellt unnið að úrbótum.  Allar námur Björgunar hafa nú verið metnar til umhverfisáhrifa og er það sá grundvöllur sem öll námuvinnsla félagsins byggir á. Björgun leggur áherslu á að starfsfólk, sem og aðrir sem vinna fyrir fyrirtækið, hafi yfir að ráða hæfni og þekkingu til að framfylgja  umhverfisstefnu þess.