Upplýsingar um tæki

Tækjafloti Björgunar

Björgun ehf. gerir út tvö sanddæluskip, tvo gröfupramma og tvo efnisflutningapramma.

Pétur mikli

Pétur mikli er efnisflutningaprammi, smíðaður í Þýskalandi 1982 af Deggendorfer Werft und Eisenbau.   Pramminn var gerður út í St. Pétursborg til 1999 er Sæþór ehf, keypti prammann.  Pétur mikli ber 450 m3 af efni.

Reynir

Gröfupramminn Reynir er aðallega notaður við dýpkanir í höfnum,  Reynir var gerður út af Sæþóri ehf, frá 1995 þar til Sæþór var sameinaður Björgun ehf í byrjun árs 2007. Á Reyni er 140 tonna Komatsu grafa árg. 2000 , ásamt fullkomnum staðsetningar tækjum og gröfuhermi. Reynir er útbúinn 7 tonna vökvafleyg til vinnu neðansjávar.

Dísa

Björgun hefur gert út Dísu frá 2013. Dísa er notuð aðallega til landfyllinga, dýpkuna og annara verkefna. Dísa getur borið 540m3 af efni og dælt niður á 25m dýpi.

Sóley

Sóley er stærra sanddæluskip Björgunar og hefur verið gert út af félaginu frá árinu 1988. D/S Sóley er notuð til að afla hráefnis til vinnslu í landi , til dýpkunar og landgerðar, og til öflunar hráefnis fyrir Sementsverksmiðjuna ehf.  Skipið ber allt að 1,450 m3 af efni og getur dælt upp efni af allt að 40 m dýpi.