Kársnes í Kópavogi

Árið 2003 gerðu Björgun og Bygg samning við Kópavogsbæ um uppbyggingu strandhverfis á norðanverðu Kársnesi í Kópavogi. Enn var Björn Ólafs arkitekt fenginn til verksins. Markmiðið er að byggja upp hverfi sambærilegt að gæðum og Sjálandshverfið í Garðabæ. Á Kársnesi er þó gengið enn lengra í því að nýta nálægðina við hafið með uppbyggingu klúbbhúss fyrir siglingaklúbbinn Ými, sem standa mun við smábátahöfnina í hverfinu. Í klúbbhúsinu er aðstaða til að taka inn báta til viðhalds auk veitinga- og félagsaðstöðu. Samkvæmt gildandi skipulagi verða um 400 íbúðir í strandhverfinu Kársnesi en auk þess eru ýmsir möguleikar til stækkunar hverfisins kjósi menn svo. Gert er ráð fyrir að uppbygging íbúða í hverfinu hefjist á árunum 2010 – 2011.