Um Björgun

Perlan á Faxaflóa með Snæfellsjökul í baksýn.

Björgun ehf. hefur í liðlega hálfa öld annast björgun verðmæta úr sjó. Í upphafi einbeitti félagið sér að björgun strandaðra skipa og aðstoð vegna vinnu neðansjávar. Samhliða björgun verðmæta úr hafinu hóf Björgun sand- og malarnám af hafsbotni strax á fyrstu starfsárunum. Síðustu áratugi hefur fyrirtækið einbeitt sér að efnisöflun af hafsbotni til framleiðslu fylliefna í steinsteypu og malbik auk ýmiss konar fyllingarefnis til mannvirkjagerðar. Þá hefur félagið séð um landfyllingar og dýpkunarframkvæmdir víða um land.

Björgun ehf hefur látið fara fram mat á umhverfisáhrifum efnisvinnslu félagsins á hafsbotni. Í nýtingarleyfisumsóknum sínum hefur Björgun tekið tillit til niðurstöðu matsins. Þá mun Björgun, samfara vinnslu láta fara fram rannsóknir á áhrifum frekari vinnslu í Hvalfirði á lífríki í samræmi við álit Skipulagsstofnunar á matsskýrslu félagsins.